verndarsvæði í byggð.
Virðulegi forseti. Ég er svo nýkominn á þing að ég verð að biðja hv. þingmann um að hjálpa mér aðeins við að skilja eitt varðandi þetta frumvarp sem ég sé ekki að sé útskýrt í nefndaráliti meiri hlutans, þ.e. varðandi tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar. Í athugasemdum við frumvarpið stendur að tilefni lagasetningarinnar sé stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frekar en að raunveruleg nauðsyn sé á þeim. Og raunar kemur fram í næstu línum að þegar sé að finna ákvæði í löggjöf, og það í tvennum ólíkum lögum, sem taki yfir efni þessa frumvarps. Mig langar því að fá að heyra hjá hv. þingmanni hverju þetta frumvarp bætir við lagaumhverfið eins og það er í dag öðru en því að flækja það.