verndarsvæði í byggð.
Virðulegi forseti. Ég klóra mér enn í kollinum. Ég skil lagaumhverfið eins og það er í dag svo að stakar byggingar séu helst dekkaðar með lögum um menningarminjar en að heildir, byggðarkjarnar og aðrar stærri einingar en stakar byggingar falli undir skipulagslög, sem er nýlegur og vandaður lagabálkur sem á að því er ég best veit að ná nokkuð vel yfir þessi mál. Eftir stendur að tilefnið er dregið til þessarar stefnuyfirlýsingar þar sem jafnframt er talað um að ríkisstjórnin muni ekki leggja til nýja löggjöf án þess að taka úr gildi aðra löggjöf. Hér er því verið að bæta í lagasafnið, að mér sýnist, þar sem fyrir eru tvenn fullkomlega hliðstæð lög.