144. löggjafarþing — 140. fundur, 30. júní 2015.
verndarsvæði í byggð.
629. mál
Forseti. Þetta er eitt af þeim furðulegu málum sem hafa verið rædd á Alþingi. Píratar leggjast alfarið gegn þessu máli. Það voru ekki margar jákvæðar umsagnir um málið frá aðilum sem þessi lög ná yfir. Því miður held ég að málið muni ekki taka neinum breytingum á milli 2. og 3. umr. út af því að við erum að fara í mikla hraðferð núna. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé eitt af þeim málum sem verða einhvern tíma í framtíðinni send til baka.