144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

úrskurðarnefnd velferðarmála.

207. mál
[18:17]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég minni á afstöðu sem kemur fram í nefndaráliti minni hluta velferðarnefndar við þetta mál. Minni hlutinn styður meginmarkmið málsins en harmar að ekki hafi verið brugðist við alvarlegum ábendingum frá Barnaverndarstofu, umboðsmanni barna og fleirum um að kærunefnd barnaverndarmála eigi ekki erindi inn í þessa sameinuðu nefnd enn um sinn.

Við styðjum breytingartillögur meiri hlutans af því að þær eru allar til bóta en getum ekki stutt málið í heild.