144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[12:46]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Við teljum það hlutfall sem er til úthlutunar af heildaraflamagni í dag, 5,3%, of lágt. Við teljum að auka þurfi það hlutfall og endurskipuleggja hvernig því er ráðstafað svo það gagnist byggðunum sem mest. Við í stjórnarandstöðunni höfum setið þó nokkra upplýsingafundi þar sem verið er að skoða innbyrðis hvernig skiptingin er. Gera á úttekt á þessum málum og skoða þau betur í vetur, og bind ég vonir við að þar fái stjórnarandstaðan enn þá öflugri aðkomu svo tekið sé tillit til vilja hennar í þeim efnum. Það skiptir miklu máli og er ekki einkamál þess meiri hluta sem situr hverju sinni. Ég brýni því stjórnarmeirihlutann til þess að taka stjórnarminnihlutann með í þá vinnu og það samráð sem fram undan er í vetur við endurskoðun á þessum hluta. Ég segi já.