144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[13:04]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tel ekki fara vel á því að taka eina flís úr rammanum og greiða sérstaklega atkvæði um hana, þá erum við komin aftur á sama stað og áður en rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða tók gildi. Auk þess tel ég umhverfisrök ekki mæla með þessari virkjun. Ég tel að tími sé kominn til þess að fólk sem býr við neðanverða Þjórsá fái að njóta friðar, rifist hefur verið um virkjanir í þessu litla sveitarfélagi áratugum saman. Ég segi nei.