144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

veiðigjöld.

692. mál
[13:14]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er minni hluti atvinnuveganefndar, sú sem hér stendur og hv. þm. Kristján L. Möller, að leggja til að afsláttur verði af veiðigjöldum og nýttar í það 500 milljónir og að það nýtist fyrst og fremst minni og meðalstórum útgerðum, verði ekki flatt út, heldur komið til móts við þessar minni útgerðir, sem vissulega eru ekki jafn hagkvæmar og stórútgerðin. Við teljum að þessi útfærsla nálgist mjög hinar minni og meðalstóru útgerðir og geri það betur en tillaga meiri hlutans gerir. Við leggjum til 500 milljónir í þennan þátt meðan meiri hlutinn leggur til 300 milljónir í sína útfærslu, sem er verið fletja yfir allt. Ég tel miðað við umræðuna, menn hafa talað þannig að þeir vilji mæta hinum minni og meðalstóru útgerðum svo að það verði ekki mikil samþjöppun í greininni, mjög mikilvægt að samþykkja þessa breytingartillögu.