144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

30. mál
[13:32]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd okkar flutningsmanna þakka þinginu og nefndinni fyrir góða vinnu í þessu máli. Eins og fram kom í atkvæðaskýringu hv. þm. Árna Páls Árnasonar er hér um að ræða heimild til lífeyrissjóða til þess að setja 5% af eignum sínum til þess að fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem uppfylla strangari kröfur en hlutafélagalög, og uppfylla þau skilyrði sem gerð eru til fyrirtækja á markaðstorgi fjármálagerninga. Það er mjög mikið framfaraskref að íslenskir lífeyrissjóðir, sem fara með allan okkar sparnað, allrar þjóðarinnar, geti núna fjárfest í öðru en allra stærstu fyrirtækjum, þau geta nú líka fjárfest í þeim vaxtarsprotum sem eru svo mikilvægir fyrir framtíð, hagvöxt og lífskjör í þessu landi. Ég fagna því gríðarlega og þakka þinginu fyrir vinnu þess.