144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:41]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er mikilvægt skref í áttina að borgarþróun sem skiptir okkur æ meira máli. Og fyrst við höfum á annað borð vísi að borg hér á höfuðborgarsvæðinu skiptir það okkur máli að sú borg þróist. Það er ekki í neinni andstöðu við öðruvísi byggð annars staðar á landinu, þvert á móti, þéttbýli og dreifbýli styrkja hvort annað.

Samkvæmt tillögunni er farið fram á athugun á því hvort hagkvæmt sé að fara í ákveðnar framkvæmdir, ákveðnar breytingar. Ég held að það sé til eftirbreytni að við athugum málin áður en við tökum um þær ákvarðanir, áður en við myndum okkur endanlega skoðun.