144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:46]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ríkið hefur áður komið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins og það hafa verið lagðir fjármunir í almenningssamgöngur í stað þess að fara í öflugar vegaframkvæmdir á þessu svæði.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var nýlega samþykkt. Þar gera sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tillögu til þessara þátta. Hér er verið að leggja til skoðun á þessu verkefni. Skoðunin ein og sér mun væntanlega leiða í ljós hvað, hvort og þá hvernig þetta verður. Í ljósi þess mun ég greiða atkvæði með þessari tillögu en ég vil jafnframt láta þess getið vegna þeirra orða sem hér hafa fallið, virðulegur forseti, að ég er afar hlynnt flugvellinum í Vatnsmýri.