144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:47]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég get ekki talað fyrir alla pírata en sá sem hér stendur er vissulega hlynntur flugvellinum í Vatnsmýri að svo stöddu.

Ég lít á þessa tillögu sem eitt af mikilvægum skrefum í þá átt að kanna til hlítar hvaða samgöngukostir verða hér til staðar til lengri tíma. Ég tel að hagkvæmniathugun á þessum forsendum, þ.e. frá Keflavík til Reykjavíkur og síðan innan Reykjavíkur, muni vel geta nýst í framtíðinni hvað varðar hagkvæmniathuganir í lestarsamgöngum á landsbyggðinni síðar og því styð ég þetta góða mál.