144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:48]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það kemur fram í þessari tillögu og er rakið sérstaklega hversu margar rannsóknir og úttektir sem hafa verið gerðar á þessu máli. Vísað er til niðurstöðu þeirra, sem allar eru á einn veg. Allt að einu er þessi þingsályktunartillaga lögð fram.

Ég vil líka benda á að eftir að þessi þingsályktunartillaga var lögð fram hafa borist af því fréttir að bæði sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og einkafyrirtæki séu að leggja af stað með könnun af sama toga og hér er verið að fara að greiða atkvæði um. Ég velti því fyrir mér hvort hér sé ekki að nokkru leyti verið að taka fram fyrir hendurnar á sveitarfélögunum og þeim einkaaðilum. Það má jafnvel velta því fyrir sér í framhaldinu hvort hér sé um að ræða einhvers konar dulbúinn ríkisstyrk til þess fyrirtækis sem er að hefja ákveðna vegferð í þessu máli.