144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:58]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég hlakka mikið til að sjá þessa skýrslu þegar hún loksins kemur út, af því að halda mætti af máli sumra þingmanna að þetta væri eitt hættulegasta plagg sem skrifað hefur verið á íslensku. Ég hlakka líka til að lesa hana af því að ég er nokkuð sannfærður um að þar komi til með að koma í ljós að sjálfbærar samgöngur til framtíðar sé eitthvað sem er þjóðhagslega hagkvæmt og mjög svo. Ég mun því segja já.