144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

lögræðislög.

687. mál
[14:06]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eitt af því mikilvægasta við þetta mál er að undirritun aðstandenda verður óheimil og er það í samræmi við athugasemdir sem bárust í nefndinni. Við í minni hluta allsherjarnefndar teljum að ekki eigi að tiltaka einn sjúkdóm, samanber 1. gr., því að það er afar mikilvægt að mannréttindi séu tryggð sem og jöfn réttarstaða og stuðningur við alla, hvort sem fólk á við þroskahömlun, ellisljóleika eða geðsjúkdóma að stríða. Við teljum það vera mannréttindabrot að svipta einhvern lögræði á forsendum skerðingar.

Það er mikilvægt að lögregla sé óeinkennisklædd þegar fara þarf inn á heimili í þeim tilgangi að nauðungarvista eða sjálfræðissvipta. Við teljum líka afar mikilvægt að aðkoma félagslegs teymis verði aukin. Það breytir því þó ekki að í þessu máli er afar mikilvægt að fram fari heildarendurskoðun á þessum lögum og það sem hér er verið að gera á að endurskoða innan tveggja ára.