144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[14:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um að ræða stórt og mikið ágreiningsmál, bæði hjá bændastéttinni og hjá sérfræðingum varðandi smitsjúkdóma. Við vinstri græn leggjumst gegn þessu máli, að verið sé að heimila innflutning á erfðaefni. Þó að breyting hafi orðið hvað varðar hvernig upphaflega tillagan leit út og nú sé talað um fósturvísa er líka verið að heimila innflutning á frosnu sæði og við teljum að það geti skapað mikla hættu á búfjársjúkdómum sem geti haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Hagsmunir allar bænda eru undir, ekki einungis hagsmunir nautgripaframleiðenda, að fá erfðaefni inn í landið á þennan hátt. Við teljum að þessi umræða eigi eftir að þroskast miklu betur meðal Bændasamtakanna og að taka eigi ákvörðun(Forseti hringir.) í framhaldi af því. Við segjum nei.