144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[14:26]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það eru í rauninni tvö afmörkuð mál hér á ferð. Það er annars vegar að auka valdheimildir ráðherra til þess að flytja stofnanir. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því en ef menn eru komnir með einn aðila, jafnvel þótt Alþingi sé gefin skýrsla ræður hann þessu, það er einn aðili sem ræður. Og þá er talað um vönduð vinnubrögð.

Hvað gerist þegar einn aðili færa að ráða oft? Þá eru vinnubrögðin ekkert sérstaklega vönduð, af því að ráðherrann ræður og hann gerir það sem honum sýnist. Það er eitthvað sem við höfum séð mjög skýrt. Það er einmitt þess vegna sem þarf að ramma valdið miklu betur af, færa það á fleiri hendur, að það séu fleiri sem geta komið að ákvörðunartökunni og stöðvað slæma ákvörðunartöku. Því er ekki til að dreifa hér, ráðherrann á bara að fá að ráða.

Í öðru lagi erum við að tala um eftirlit og aðhald með því að ráðherrar fari vel með það vald sem þeim er falið. Það er verið að henda slíku eftirliti út af borðinu. Hæstv. forsætisráðherra, sem leggur þessa tillögu fram, verður að gera þingheimi grein fyrir því hvers vegna (Forseti hringir.) þetta er hans stefna í málinu. Það hefur hann ekki gert.