144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[15:22]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér á eftir, við 3. umr., munum við greiða atkvæði um breytingartillögu við frumvarp um verndarsvæði í byggð sem felur það í sér að ákvæði um hverfisskipulag í skipulagslögum haldi gildi sínu, en til einföldunar að tilvísun um varðveislugildi byggðar verði felld úr ákvæðinu.

Þá finnst mér eðlilegt að fara yfir það hér að við meðferð málsins hefur aðkoma almennings að ákvörðunum um verndarsvæði í byggð verið styrkt verulega enda samræmist það markmiðum frumvarpsins og er aðkoma almennings mikilvæg til að markmiðin náist. Þá hefur hugtakanotkun verið samræmd og bætt og með þeim breytingum sem nú eru lagðar til varðandi húsakönnun og hverfisskipulag, ásamt breytingum varðandi hverfisvernd sem samþykkt var við 2. umr., er samspil hverfismatsins við skiplagslög skýrt.