144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[15:26]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tel að sú breytingartillaga sem hér hefur verið gerð á milli 2. og 3. umr. hafi, í það minnsta fyrir mig, verið grundvallaratriði til að hægt væri að veita þessu frumvarpi stuðning. Hér er hverfisverndin tryggð hjá sveitarfélögum og í skipulagslögum en ég hefði kosið eins og margur annar að þessi mál væru enn og aftur á sama stað og þau hafa verið. En í ljósi þess að hverfisverndin og hverfisskipulagið er komið inn með þessum hætti þá hyggst ég styðja frumvarpið.