144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[10:38]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Meðal okkar Vinstri grænna eru skiptar skoðanir um framkvæmdir á Bakka. Ég tel líkt og margir félaga minna í Vinstri grænum að uppbygging fjölbreyttrar atvinnustarfsemi hvar sem er á landinu þurfi ekki að kalla á mengandi og orkufrekan iðnað.

Forseti. Ég hefði ekki stutt upphaflegt frumvarp um uppbyggingu á Bakka og ég mun ekki styðja það frumvarp sem hér er til umræðu. Ég segi nei.