145. löggjafarþing — 1. fundur,  8. sept. 2015.

mannabreytingar í nefndum.

[13:05]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokki Sjálfstæðisflokks um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Sigríður Á. Andersen tekur sæti Elínar Hirst sem varamaður í atvinnuveganefnd, Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem varamaður í atvinnuveganefnd, Vilhjálmur Árnason tekur sæti Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem varamaður í atvinnuveganefnd. Brynjar Níelsson tekur sæti Unnar Brár Konráðsdóttur sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur sæti Brynjars Níelssonar sem varamaður í efnahags- og viðskiptanefnd, Ásmundur Friðriksson tekur sæti Unnar Brár Konráðsdóttur sem varamaður í fjárlaganefnd, Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur sæti Birgis Ármannssonar sem varamaður í fjárlaganefnd, Birgir Ármannsson tekur sæti Sigríðar Á. Andersen sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Sigríður Á. Andersen tekur sæti Elínar Hirst sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Guðlaugur Þór Þórðarson tekur sæti Vilhjálms Árnasonar sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur sæti Birgis Ármannssonar sem aðalmaður í utanríkismálanefnd, Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti Brynjars Níelssonar sem aðalmaður í velferðarnefnd, Elín Hirst tekur sæti Sigríðar Á. Andersen sem varamaður í velferðarnefnd, Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur sæti Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem varamaður á NATO-þinginu, Ásmundur Friðriksson tekur sæti Brynjars Níelssonar sem varamaður í Norðurlandaráði, Vilhjálmur Árnason tekur sæti Sigríðar Á. Andersen sem varamaður í Norðurlandaráði, Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur sæti Birgis Ármannssonar sem varamaður í þingmannanefndum EFTA og EES, Haraldur Benediktsson tekur sæti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem varamaður á þingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Samfylkingunni um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Valgerður Bjarnadóttir tekur sæti Árna Páls Árnasonar sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, Árni Páll Árnason tekur sæti Helga Hjörvars sem varamaður í efnahags- og viðskiptanefnd, Árni Páll Árnason tekur sæti Valgerðar Bjarnadóttur sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Valgerður Bjarnadóttir tekur sæti Árna Páls Árnasonar sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur einnig borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokki Samfylkingarinnar:

„Með hliðsjón af því að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir tekur sæti á Alþingi í veikindaforföllum Guðbjarts Hannessonar, sem auk annarra trúnaðarstarfa er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íslandsdeild Norðurlandaráðs, er það ósk þingflokks Samfylkingarinnar að við þessar óvenjulegu aðstæður, og vegna tilkynningarskyldu gagnvart Norðurlandaráði, gegni varaþingmaðurinn þeim trúnaðarstörfum sem Guðbjartur Hannesson er kosinn til, meðan forföllin vara. Í þessu felst þá meðal annars að Ólína verði á meðan aðalmaður í Norðurlandaráði.

Ég óska eftir því að forseti tilkynni um þessa beiðni þegar gerð verður grein fyrir mannabreytingum í nefndum á þingsetningarfundi.

Helgi Hjörvar,

formaður þingflokks Samfylkingarinnar.“

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Katrín Jakobsdóttir tekur sæti Steingríms J. Sigfússonar sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, Steingrímur J. Sigfússon tekur sæti Svandísar Svavarsdóttur sem varamaður í efnahags- og viðskiptanefnd, Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti Katrínar Jakobsdóttur sem aðalmaður í utanríkismálanefnd, Katrín Jakobsdóttir tekur sæti Steinunnar Þóru Árnadóttur sem varamaður í utanríkismálanefnd, Steingrímur J. Sigfússon tekur sæti Steinunnar Þóru Árnadóttur sem aðalmaður í velferðarnefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir tekur sæti Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem varamaður í velferðarnefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokki Bjartrar framtíðar um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Guðmundur Steingrímsson tekur sæti Páls Vals Björnssonar sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd, Róbert Marshall tekur sæti Guðmundar Steingrímssonar sem varamaður í utanríkismálanefnd og Páll Valur Björnsson tekur sæti Bjartar Ólafsdóttur sem aðalmaður í velferðarnefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá þingflokki Pírata um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Ásta Guðrún Helgadóttir tekur sæti sem aðalmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, Birgitta Jónsdóttir tekur sæti sem varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd og Ásta Guðrún Helgadóttir tekur sæti sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.