145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

viðvera forsætisráðherra í fjárlagaumræðu.

[10:47]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég þakka forseta kærlega fyrir að hafa farið skilmerkilega yfir hvaða háttur hefur verið á og var ákveðinn á síðasta kjörtímabili um meðferð fjárlagafrumvarpsins. Það hefur hins vegar breyst og breyttist mjög ákveðið einn þáttur í því þegar núverandi hæstv. forsætisráðherra tók til sín ákveðna málaflokka til að stjórna, vegna þess að hann hefur á þeim sérstakan áhuga. Það er þess vegna sem er farið fram á það að hæstv. forsætisráðherra sé viðstaddur umræðuna, til að ræða þá málaflokka.

Ég mótmæli því að það sé kallað málæði eða eitthvað í þá áttina þegar við, rétt kjörnir þingmenn, gerum athugasemdir við þetta.