145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:24]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég reiknaði reyndar ekki með að taka aftur til máls en það er svo sem af nógu að taka. Ég vil þá halda áfram að leggja áherslu á það að þegar áætlun um forgangsröðun og kostnað við ljósleiðaravæðingu liggur fyrir verði hún tekin til umfjöllunar með það að markmiði að fjármunir verði veittir til verksins á næsta ári. Mig langar að heyra sýn ráðherrans á meðferð áætlunar um ljósleiðaravæðingu þegar hún kemur fram.

Mig langar síðan að heyra aðeins meira um sýslumannsembættin og eflingu þeirra. Það eru viðbótarfjárveitingar til fleiri verkefna en að bæta við sýslufulltrúum, sem ég tel afar mikilvægt að náist núna, og langar mig að heyra til hvaða verkefna það er, eins varðandi eflingu löggæslunnar.