145. löggjafarþing — 4. fundur,  11. sept. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:54]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Hæstv. forseti. Ég var heldur fljót á mér, eins og oft vill verða með mig, að þakka fyrir umræðuna áður en hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir hóf upp raust sína. Ég vil því nota tækifærið enn og aftur og þakka fyrir þessa umræðu og þær ábendingar sem hafa komið fram.

Ég vil líka nefna það — er ég ekki búin enn þá? Er einn eftir?

(Forseti (EKG): Er hæstv. ráðherra að spyrja um …?)

Ég virðist bara ekki (Gripið fram í.) geta lært reglurnar. Ég skil ekkert í þessari umræðu en ég sem sagt vík úr stólnum. [Hlátur í þingsal.]

(Forseti (EKG): Hæstv. ráðherra átti rúma mínútu eftir.)