145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[17:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við kunnum náttúrlega báðar að reikna og auðvitað lækkar skattur hjá lágtekjufólki ef skattþrepið lækkar. Ég vona að þingmaðurinn ætli ekki að fara út í orðræðu af þessu tagi við mig.

Það sem ég var að segja er að það eru enn þá lægstu þrepin sem þurfa að greiða, þau greiða útsvar og þá segir einhver: Já, það er til sveitarstjórna. Það skiptir ekki máli, það eru opinber gjöld og við eigum að létta eins og við mögulega getum af þeim sem eru á botninum. Það er mín skoðun.

Síðan langar mig að segja við hv. þingmann að ég er algjörlega ósammála henni um að það sé allt önnur umræða að tala um tollalækkanir á landbúnaðarafurðum eða skóm. Það er ekkert allt önnur umræða, landbúnaðarafurðir eru jafn mikil vara og skór. (Forseti hringir.) Við getum alveg rætt það hér vegna þess að það er ekki einkamál bænda hvort þau gjöld séu lækkuð á okkur neytendur í landinu.