145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[20:29]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er kominn hér til að þakka ráðherranum fyrir að leggja þetta frumvarp fram. Það er löngu tímabært að þessi stofnun renni saman við utanríkisráðuneytið af mörgum ástæðum. Samruni hennar við ráðuneytið mun tryggja fagleg markmið fremur en áður, þótt ég viti að stofnunin hafi staðið sig vel. Þetta mun leiða til hagræðingar í rekstri og tryggja að fullkomið samræmi verði í öllum aðgerðum sem varða þróunaraðstoð af hálfu íslenska ríkisins. Ég tel það mikils virði.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki sé tryggt að stofnanaþekkingin sem er til staðar í Þróunarsamvinnustofnun í dag verði varðveitt áfram í ráðuneyti utanríkismála eftir þessa aðgerð.