145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[20:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Undirbúningur að því að lög gangi í gildi einhvern tíma felst í því að skrifa forstöðumanni stofnunar um það að hann eða hún verði ekki endurráðin — þetta er með slíkum eindæmum að ég er orðlaus.

Hæstv. ráðherra sagði að ekki væri búið að ákveða, það er líklega hluti af undirbúningsvinnunni líka, hvort þeir sem starfa hjá Þróunarsamvinnustofnun verði flutningsskyldir ef þetta frumvarp verður samþykkt og mig langar að spyrja: Er ætlunin að þeir sem starfa núna í hinni almennu diplómatíu, ef ég má kalla það svo, fari inn í þróunarverkefnin, sem núna er sinnt af Þróunarsamvinnustofnun, í sínu flutningsskylda starfi?