145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:25]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar þá að umorða aðeins spurningu mína. Ég held að hv. þingmaður kunni að hafa rétt fyrir sér í því að þróunarsamvinna er auðvitað í eðli sínu utanríkismál, þ.e. á meðan við ætlum að vera í þróunarsamvinnu við erlend ríki hlýtur hún að heyra undir það ráðuneyti. Ég vil því spyrja hv. þingmann: Er hann þá í það minnsta þeirrar skoðunar að halda eigi óbreyttu fyrirkomulagi á þróunarsamvinnunni, þ.e. að skipta henni á milli utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, en kannski ekki að ganga alveg svo langt að ýta öllu út af borðinu? (Forseti hringir.) Erum við kannski á réttum stað núna?