145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:39]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessari síðustu ræðu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar kom ekki fram nein spurning þannig að ég þurfti varla að koma hér í pontu. (ÖS: Láttu það flakka.) Nei, ég ætla ekki að láta það flakka, þetta er svo löng saga að andsvar dugir ekki. Það getur vel verið að ég flytji þá ræðu mína og samanburð einhvern tímann seinna og kannski við annað tilefni.

Ég ætla bara að segja það fyrst ég er kominn hingað að það er óþarfi af hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að mæra einstaka þingmenn eins og hann gerir með öllum þessum lýsingarorðum og orðflæmi. Við eigum miklu frekar að ræða málið sjálft en mennina.

Ég hef lokið máli mínu, virðulegi forseti.