145. löggjafarþing — 7. fundur,  16. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:23]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sem við þurfum að gera sé að bíða eftir þeirri úttekt sem talað hefur verið um hér, af hálfu nefndar innan OECD, bíða eftir þessari DAC-skýrslu, eins og hún hefur verið kölluð, þar sem verið er að gera úttekt á þróunarsamvinnu innan Evrópu. Þá gætum við frekar glöggvað okkur á því hvort eitthvað sé í starfseminni innan stofnunarinnar sem má bæta og eflaust má alltaf gera betur.

En ég held að við eigum ekki í einhverju fljótræði að fara að hnoða stofnuninni inn í skrifstofu hæstv. utanríkisráðherra bara sisona. Þetta er stærri og viðkvæmari málaflokkur en svo að hægt sé að nota hann á þann hátt að þetta sé eina málið sem utanríkisráðherra hefur á teikniborði sínu og hann ætli bara að berja það í gegn.