145. löggjafarþing — 7. fundur,  16. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi velt fyrir sér þeim breytingum sem eru að verða á yfirstjórn, eða þeim sem fara með stefnumótun ráðherra til ráðuneytis í þróunarsamvinnumálum. Lagt er til í 3. gr. að sett verði á stofn þróunarsamvinnunefnd og að þar eigi fimm þingmenn að hafa setu, er sagt hér. Ég get varla ímyndað mér nokkra vinnu sem er jafn þverpólitísk og þróunarsamvinna. Miðað við ástandið í dag komast ekki einu sinni allir flokkar að með sitt fólk þar. Ég hef velt því svolítið mikið fyrir mér.

Hv. þm. Ögmundur Jónasson hefur sagt þegar hann hefur fjallað um þetta mál að það væri nóg að taka umræðuna um hvort við ættum að breyta yfirstjórn þessara mála. Hvað segir hv. þingmaður um að við mundum bara einbeita okkur að því að athuga hvort endurskoða bæri yfirstjórn þróunarsamvinnu (Forseti hringir.) og ekki fara lengra í bili?