145. löggjafarþing — 8. fundur,  17. sept. 2015.

forritunarkennsla í grunnskólum.

[10:51]
Horfa

Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég get ekki verið annað en glöð og sátt við svar hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er verkefni sem þarf að hlúa að og kannski eru kennarar ekki á hverju strái. En við þurfum að byrja strax, við getum ekki beðið lengur eftir framtíðinni, þetta tekur nokkur ár.

Borgarstjórinn í New York gefur þessu til dæmis tíu ár, til undirbúnings. Mér finnst það náttúrlega fulllangur tími. Engu að síður: Við getum ekki beðið mikið lengur eftir framtíðinni.

En ég þakka bara kærlega fyrir þessa jákvæðni og hvet hæstv. menntamálaráðherra til þess að skilja þessa arfleifð eftir sig í starfi.