145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

móttaka flóttamanna.

[15:09]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það mat hv. þm. Árna Páls Árnasonar að æskilegt sé að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi, í samskiptum við önnur ríki, að menn hugi að þessum hluta vandans.

Að mínu mati hefur vantað svolítið upp á það, a.m.k. í þeirri umræðu sem við höfum fylgst með í fjölmiðlum, en á næstunni verða fjölmargir fundir um þessi mál. Þar munu Íslendingar, að því marki sem þeir taka þátt í þeirri vinnu, beita sér fyrir því að menn hugi meira að þessum hluta vandans.