145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

Hús íslenskra fræða og viðbygging við Alþingi.

[15:12]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég er heldur ekki í þingflokki sjálfstæðismanna þannig að hv. þingmaður verður að spyrja einhvern annan en mig um stöðu mála þar. Sú tillaga sem hv. þingmaður getur um var afgreidd úr ríkisstjórn og þar er gert ráð fyrir nokkrum verkefnum til að fagna 100 ára afmæli fullveldis. Hús íslenskra fræða er eitt af þeim. Það er líka rétt sem hv. þingmaður nefndi, að framkvæmdir við Alþingishúsið eru nefndar þar líka, en ég get ekki eignað mér þá hugmynd því að það hafði verið rætt þegar, að mér skilst, í forsætisnefnd og skoðað í fjármálaráðuneytinu að það kynni að vera og væri að öllum líkindum hagkvæmt fyrir þingið að eignast eigið húsnæði til að uppfylla þarfir fyrir skrifstofur þingsins frekar en að leigja á þeirri háu leigu sem þarf að greiða hér við Austurvöll. Það er nú önnur saga.

Hvað varðar spurningu hv. þingmanns um það hvort við getum afgreitt tillögu um að halda upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti sem hér hefur verið rakið þá vona ég svo sannarlega að sú verði raunin.