145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

Hús íslenskra fræða og viðbygging við Alþingi.

[15:15]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hvatninguna og mun taka mark á henni og vinna að þeim málum. Hvað varðar spurninguna um hvað valdi töfum þá held ég að það sé bara spurning um að menn vilji skoða hlutina vel, fara hagkvæmustu mögulegu leið, því að auðvitað höfum við verið að fást við það að þurft hefur að spara í ríkisrekstrinum undanfarin ár og tillögur sem fela í sér umtalsverðan kostnað eru náttúrlega skoðaðar gaumgæfilega til að meta hvort hægt sé að gera þetta á einhvern annan hátt og hvort þær séu örugglega eins vel unnar og kostur er.

Við hv. þingmaður getum bara sammælst um það að vonandi komumst við að niðurstöðu hvað þetta varðar í tæka tíð til að geta haldið upp á 100 ára afmæli fullveldisins með þessum hætti.