145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:31]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir þessi orð og þær upplýsingar sem hann kemur með hérna. Það sýnir líka hversu erfitt það er að nálgast upplýsingar um ákveðin málefni.

Fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um valddreifingu og aðgengi að upplýsingum og það hjálpar ekki ef nefndarfundir eru lokaðir. Ég veit ekki hvað fór fram á þessum nefndarfundi. Ég gæti sjálfsagt spurt einhvern en ég var ekki þingmaður á þeim tíma þegar málið var rætt í utanríkismálanefnd.

Þarna sjáum við mjög skýr dæmi um valdaójafnvægi sem á sér stað á Íslandi og hvernig keyra á mál í gegn sama hver tilgangurinn er. Mér finnst það mjög skringilegt, ég get ekki sagt annað, og þakka hv. þingmanni fyrir þessar upplýsingar.