145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mér finnst þetta áhugavert sem þingmaðurinn nefnir um að þróunarsamvinnan eigi að vera í pólitískri nefnd en ekki sjálfstæð. Mig langar þá að spyrja þingmanninn: Telur hún að það sé málinu — þ.e. þróunarsamvinnu, því að aðstoða einhver fátækustu ríki veraldar, hjálpa þeim að byggja sig upp og koma þeim til aðstoðar — til framdráttar að setja þetta í svona flokkspólitískan búning hér heima þar sem ráðuneytið getur mögulega haft enn meiri áhrif á það og jafnvel valið pólitískt í hvaða verkefni peningunum er ráðstafað?