145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:45]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir spurninguna. Þróunarsamvinna er náttúrleg ekki einfalt mál. Ég man að þegar ég var að vinna á Evrópuþinginu var sérstaklega verið að ræða þróunarsamvinnu á einum nefndarfundinum. Þar voru skiptar skoðanir um gagnsemi þróunarsamvinnu, hverju hún skyldi vera háð og hvernig hún skyldi vera framkvæmd. Það eru náttúrlega skiptar skoðanir um það. Flestir þarna voru alla vega sammála um að hún skyldi ekki vera flokkspólitísk í þeim skilningi sem tillaga hæstv. utanríkisráðherra gerir ráð fyrir. Ef við ætlum að gera þetta vel finnst mér þetta þurfa að vera sérstakt starf. Mér sýnist ekki vera gert ráð fyrir því í frumvarpi hæstv. ráðherra. Það má því alveg setja spurningarmerki við það sem og margt annað í frumvarpinu.