145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:32]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þótt hér sé komið að lokum umræðunnar í dag þá hreifst ég svo af ræðu hv. þingmanns að mér fannst ekki hægt að við tækjum saman föggur okkar og kveddum þennan góða dag án þess að ég kæmi hér upp til þess að þakka hv. þingmanni fyrir mjög skelegga ræðu. Ég ætla ekki að trufla hana með neinni spurningu vegna þess að mál hennar var svo auðskilið, en vildi einungis færa henni þakkir mínar fyrir framlag hennar hér.