145. löggjafarþing — 10. fundur,  22. sept. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[18:10]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann aðeins meira út í eitt af því fyrsta sem hún sagði sem varðaði hugarfarsbreytingu. Hún nefndi hér að ekki þyrfti bara reglubreytingu að hennar mati heldur hugarfarsbreytingu.

Ég hef svolítinn áhuga á því vegna þess að mér hefur oft fundist að eftir að efnahagurinn fór aðeins að taka við sér, við erum komin aftur með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk og allt það í ríkisstjórn, þá hafi sama gamla hugarfarið sem var hér fyrir hrun komið upp. Ég finn mikið fyrir þessu úti í samfélaginu, fyrir utan það að fólk er enn þá reitt og það veit að einhvern lærdóm vantar, það er eitthvað sem vantar í hugarfarið hjá okkur um það hvernig við lítum á efnahagsmál á okkar litla fallega landi til lengri tíma.

Ég velti því svona fyrir mér hvort hv. þingmaður geti útskýrt eitthvað nánar hvað hún átti við með hugarfarsbreytingu.