145. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[17:23]
Horfa

Elín Hirst (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt þetta sem hv. þingmaður segir að við göngum varlega um jörðina. Nú á dögum er það þannig að við erum í raun og veru búin með okkar skammt, ef svo má að orði komast, einhvern tíma í ágúst en eigum að geta lifað af jarðanna gæðum alveg til áramóta og helst skilað einhverjum afgangi. Ég tel að með því að fá fólk í liðið með því að gera umhverfismál að alþýðumáli allra borgara Íslendinga séum við að færast í þá átt öll sömul í sameiningu að geta nýtt okkur tækifæri okkar en haft í huga þær skorður sem okkur eru að sjálfsögðu settar af náttúrunni. Ég vil endilega ýta undir þann sáttatón sem mér fannst ég heyra í hv. þingmanni áðan um að við verðum að finna okkur grundvöll þar sem við getum orðið sátt um þessi mál, þau er alltaf að verða stærri og stærri.