145. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2015.

uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

133. mál
[18:24]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við stöndum frammi fyrir algjörlega nýjum veruleika á Íslandi í dag með ört vaxandi ferðamannastraumi. Það kallar auðvitað á viðbrögð þegar ferðamennska er allt í einu orðin ein stærsta atvinnugrein landsins, það er margt sem þarf þess vegna að taka til.

Snæfellsnes er gott dæmi um að sveitarfélög hafa tekið sig saman og kortlagt heildstætt ákveðið svæði. Snæfellsnes er líka landfræðilega vel afmarkað sem er gott þannig séð. Ég get líka nefnt dæmi sem ég hef séð um mjög góða vinnu, það er á Teigarhorni þar sem er fléttað saman menningarsögulegum minjum, útivist og öðru og unnið með sveitarstjórninni og (Forseti hringir.) ríkisstofnunum. Þetta eru hvort tveggja mjög góð dæmi um það hvernig ég vil að verkefnisstjórn varðandi innviðauppbygginguna vinni. Við fáum verkefnisstjórn sem mun kalla til sveitarfélögin og (Forseti hringir.) aðra aðila til að vinna heildstætt skipulag.