145. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2015.

uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

133. mál
[18:29]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, það veitir ekki af öruggu fjármagni á ári hverju, bæði í friðlýsingar og í áætlun um uppbyggingu innviða vegna ferðamennsku. Það væri munur ef þeirri gæsku væri hætt að greiða niður vask í gistingunni og farið yrði í það að láta þessa atvinnugrein, ferðaþjónustuna, greiða eins og eðlilegt er. Á móti kæmi þá uppbygging af hálfu ríkisins sem væri okkur til sóma.

Ég lýsi yfir áhyggjum af því, um leið og ég er algjörlega sammála markmiðum þessa frumvarps og tel það til bóta, að ekki verði farið samhliða í átak í friðlýsingum, því að það hlýtur að þurfa að haldast hönd í hönd þegar verið er að vinna með (Forseti hringir.) uppbyggingu á svæðum sem í rauninni eiga að vera til friðlýsingar.