145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

mannabreytingar í nefndum.

[10:31]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Forseta hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Framsóknarflokknum um mannabreytingar í nefndum þingsins, samanber 16. gr. þingskapa:

Jóhanna María Sigmundsdóttir tekur sæti Sigrúnar Magnúsdóttur sem varamaður í atvinnuveganefnd.

Karl Garðarsson tekur sæti Ásmundar Einars Daðasonar sem aðalmaður í utanríkismálanefnd.

Þorsteinn Sæmundsson tekur sæti Haraldar Einarssonar sem varamaður í utanríkismálanefnd.

Höskuldur Þór Þórhallsson tekur sæti Karls Garðarssonar sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti Vigdísar Hauksdóttur sem aðalmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Vigdís Hauksdóttir tekur sæti Höskuldar Þórhallssonar sem varamaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Karl Garðarsson tekur sæti Elsu Láru Arnardóttur sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd.

Páll Jóhann Pálsson tekur sæti Karls Garðarssonar sem varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd.

Silja Dögg Gunnarsdóttir tekur sæti Páls Jóhanns Pálssonar sem aðalmaður í velferðarnefnd.

Páll Jóhann Pálsson tekur sæti Karls Garðarssonar sem aðalmaður í fjárlaganefnd.

Silja Dögg Gunnarsdóttir tekur sæti Páls Jóhanns Pálssonar sem varamaður í fjárlaganefnd.

Willum Þór Þórsson tekur sæti Sigrúnar Magnúsdóttur sem varamaður í Norðurlandaráði.

Vigdís Hauksdóttir tekur sæti Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur sem aðalmaður í Norðurlandaráði.

Þorsteinn Sæmundsson tekur sæti Vigdísar Hauksdóttur sem aðalmaður í Vestnorræna ráðinu.

Þórunn Egilsdóttir tekur sæti Ásmundar Einars Daðasonar sem varamaður í Vestnorræna ráðinu.

Þorsteinn Sæmundsson tekur sæti Páls Jóhanns Pálssonar sem varamaður á NATO-þinginu.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.