145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

vinnubrögð í atvinnuveganefnd.

[10:43]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þá erum við komin í endurtekið efni. Mér finnst samt mjög mikilvægt að þingmenn hafi það í huga að hv. þingmaður og formaður atvinnuveganefndar lofaði því við endalok síðasta þings að halda áfram uppteknum hætti og þá held ég að við ættum kannski ekki að eyða allt of miklum tíma í að gefa hv. þingmanni það sem hann er að kalla eftir. Ég legg til að við einhendum okkur í þau mál sem við höfum hér og þetta verði tekið fyrir á þingflokksformannafundi. Það er rétti vettvangurinn og ég skora því á forseta að boða til þingflokksformannafundar nú þegar og hætta síðan að gefa hv. þingmanni alla þessa neikvæðu athygli í þingsal sem er augljóslega það sem þingmaðurinn er að kalla eftir.