145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

vinnubrögð í atvinnuveganefnd.

[11:08]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég mótmæli þeim orðum hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur að fundarstjórn forseta hafi ekki verið rædd undir þessum lið. Það er einmitt verið að ræða um fundarstjórn forseta og það form sem hér er haft á umræðunni. Ég mótmæli líka þeim orðum hv. þingmanns að í umræðunni sjálfri um rammaáætlun hafi ekki verið rætt um rammaáætlun. Við stóðum hér í marga klukkutíma og ræddum um rammaáætlun og mikilvægi hennar.

Ef hv. þingmaður telur hins vegar tíma þingsins betur varið í eitthvað annað en að ræða fundarstjórn forseta legg ég til við hv. þingmann að hún taki undir þær kröfur sem hér hafa verið settar fram um að hæstv. forseti kalli saman þingflokksformenn og haldi fund.