145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

börn sem búa á tveimur heimilum.

[11:30]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Hæstv. forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við þetta að bæta. Ég held að þetta sé akkúrat svona og nú þurfi maður að rýna efni þessarar skýrslu og kanna hverju er hægt að breyta. Ég held að það skipti líka máli fyrir skýrsluna sjálfa. Ég hef haft stuttan tíma til að glöggva mig á efni hennar en þeir sem að samningu skýrslunnar koma eru þeir sem gerst þekkja í þessum málum. Það gefur skýrslunni svo mikið vægi þegar þeir sem skrifuðu hana eru þeir sem við mundum taka mest mark á þegar litið er til þessara mála. Það gefur okkur í ráðuneytinu auðvitað aukna trú og traust og kraft til að halda áfram að vinna með málið og það munum við gera. Ég veit að hv. þingmaður mun fylgjast nákvæmlega með því og þingið getur fylgst með því líka og við skulum sjá hvernig okkur miðar að klára það mál.