145. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

132. mál
[12:01]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fram kom í máli hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar spurning um hvort þetta væri eini sjóðurinn. Ég vil einungis minna á að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga er komin inn fyrir mörkin núna. Í tvö síðustu skiptin sem þessi mál voru afgreidd á þennan máta var Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins utan marka, en er kominn inn fyrir núna vegna ávöxtunar og á þessu ári er Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga í 12,3%, en var í 12,5% fyrir ári.

Að öðru leyti ætla ég ekki að fjalla um lífeyrismál þannig að þetta hefur þokast í rétta átt. En ég get tekið undir að það er full þörf á að ræða lífeyrismál í víðu samhengi.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.