145. löggjafarþing — 13. fundur,  24. sept. 2015.

upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra.

18. mál
[16:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta er mjög athyglisvert frumvarp. Nú hefur maður litið þannig á að það sé skylda ráðherra að greina rétt frá. Ef ráðherra er að svara þinginu spurningum eða færa þinginu skýrslur sem það biður um, þá er bæði sjálfsagt og eðlilegt, rétt og skylt, að ráðherra svari rétt.

Hér er talað um upplýsingar. Mér sýnist á þessu að það geti komið strax í ljós hvort þessi viðurlög séu brotin eða ekki. Eða er það ekki fyrr en síðar? Ráðherra er beðinn um einhverjar upplýsingar og hann eða hún veitir þær, og hvað? Hvenær kemur í ljós hvort þær voru fullnægjandi eða rangar?

Nú biðjum við oft um upplýsingar í óundirbúnum fyrirspurnum og spyrjum spurninga. Ég lít á það sem upplýsingar og það er alsiða að menn snúi út úr og víki sér undan því að svara. Nær þetta til þess? Það er náttúrlega mjög alvarlegt að brjóta (Forseti hringir.) í bága við þetta. Ég er að reyna að finna út hvar þetta liggur á skalanum.