145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:26]
Horfa

Hörður Ríkharðsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Eins og mál hafa skipast, ef hv. þingmaður er bara að spyrja mig hvað mér finnst, þá tel ég að við hefðum átt að byrja á að klára Evrópusambandsviðræðurnar. Þá væri ljóst hvort það væri inni eða úti að við stefndum á evru. Ef sá kostur væri úti held ég að við hefðum bara krónuna. Ég held að kanadadollar eða margir gjaldmiðlar eða eitthvað slíkt sé ekki — þetta er ekki á mínu fræðasviði, engan veginn, en það er bara mín skoðun í dag að klára viðræðurnar, sjá þá hver stefnan verður varðandi evruna eða tengingu við hana eða eitthvað sem lýtur að Evrópu, að öðrum kosti bara króna.