145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:49]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að margir þeirra megi missa sín og það var nú það sem var sagt í aðdraganda hrunsins. Þegar bankarnir voru orðnir of stórir fyrir okkur og hagkerfi okkar, þá hefðu þeir betur haldið á braut. Ég held að það hefði verið betra.

Ég held að höftin sem slík hafi verið ofmetin. Ég tel að hin illu áhrif haftanna hafi verið ofmetin. Ég er ekki þar með að segja að mér finnist gjaldeyrishöft vera eftirsóknarverð, alls ekki. Ég er einfaldlega að segja að við hljótum að horfa til aðstæðna og vega kosti og galla vegna þess að myndin er ekki svart/hvít. Þegar á heildina er litið held ég að höftin hafi ekki verið eins skaðleg og margir vilja vera láta. Ég held hins vegar að við þurfum að gera eitt, og það mætti fara inn í umræðu af þessu tagi, að skoða ríkari undanþágur frá þessum höftum og með hliðsjón af félagslegum (Forseti hringir.) hagsmunum þar og vísa ég þar með til dæmis til fjármagnsflutninga lífeyrissjóða.